Hvað meðhöndla osteópatar?

Osteópatía getur hjálpað við flest þau vandamál sem stafa frá lið- og vöðvakerfi líkamans. Nokkur dæmi um það eru:

  • Bakverkir, með eða án leiðandi verkja.
  • Hálsverkir
  • Verkur eða stífleiki í liðamótum (t.d. öxlum, mjöðmum, olnbogum og hnjám)
  • Gigtarverkir og vefjagigt
  • Íþróttameiðsl
  • Leiðandi verkir út í hendur eða fætur
  • Höfuðverkir, mígreni, svimi og fleira ef upptök eru frá stoðkerfi
  • Bráða sem króníska verki

Osteópatía er fyrir unga sem aldna, íþrótta- og skrifstofufólk.