Osteópatafélag Íslands stofnað

Í dag stofnuðu osteópatarnir Haraldur Magnússon og Ágúst Bergur Kárason, sem eru einu starfandi osteópatarnir á Íslandi, Osteópatafélag Íslands.

Megin tilgangur félagsins til að byrja með verður að sækja um löggildingu fyrir osteópata sem heilbrigðisstétt. Með því að fá löggildingu verður starfsheitið „osteópati“ verndað starfsheiti og einungis þeir þeir sem fá löggildingu mega bera það starfsheiti. Auk þess mun virðisauki falla niður af þjónustu osteópata.

Hægt er að fletta upp félaginu hér í fyrirtækjaskrá.