Vinnuálagsmeiðsli

Vinnutengd meiðsl eru gríðarlega algeng og eru ein stærsta orsök tapaðra vinnustunda.
Það skiptir engu máli hvort þú vinnur á skrifstofu eða við að moka skurði, líkami þinn þarf að geta þolað það álag sem sett er á hann.
Líkamleg vinna felur í sér hættuna á meiðslum sökum þungra lyfta, við gjarnan óákjósanlegar aðstæður, vinnuaðstæður þar sem vinnumaður er löngum tímum með bogið bak sem eykur líkur á bak- og diskameiðslum og tognuðum vöðvum.
Skrifstofan er jafn “hættulegt” umhverfi þar sem langar setur, gjarnan í hokinni stöðu, gerir álagsmeiðsl verulega algeng. Mikil músarnotkun setur álag á úlnlið og olnboga, á meðan tíð símanotkun getur valdið herðar, hálseymslum og höfuðverkjum.
Atvinnuökumenn þurfa að gera sér grein fyrir að líkamstaða þeirra í bílnum hefur ekki bara áhrif á bak, háls og herðar heldur einnig mjaðmir, hné og fætur.

Fyrir launþegann

Að fara til osteópata sýnir að þú sért að taka virkan þátt í að viðhalda heilsu þinni og minnka líkur á meiðslum. Osteópatinn getur gefið þér ráð til að minnka líkamlegt álag í vinnu þinni með tilliti til vinnuaðstöðu þinnar með það í huga að minnka líkur á áframhaldandi meiðslum. Meðferðin byggir á líkamlegri meðhöndlun ásamt ráðum um líkamsstöðu og lyftingaaðferðir ef óskað er.

Fyrir atvinnuveitandann

Osteópatísk meðhöndlun flýtir fyrir í flestum tilvikum að fá lausn á vinnumeiðslum sem fækkar veikindatímum og gerir launþegar hæfari að sinna sínu starfi.
Sum fyrirtæki kjósa að gera samning við osteópata að viðhalda líkamlegu heilbrigði starfsmanna sinna til að bæta vinnumóral og afköst starfsmanna.

Mundu að:

  • Regluleg hvíld frá skrifborðinu hjálpa til við að koma í veg fyrir álag á herðum, baki, háls og augum
  • Á löngum keyrslum er heillaráð að stoppa með reglulega millibili og fara út úr bílnum til að hreyfa sig aðeins
  • Þegar þú átt að lyfta þungum hlut í vinnunni skaltu meta fyrst hvort þú getur lyft hlutnum án þess að leggja þig í hættu. Biddu um hjálp, það er auðveldara að biðja um hjálp í eina mínútu en frí í vinnunni í nokkra daga vegna bakmeiðsla.