Íþróttameiðsl

Íþróttaiðkun er orðin almenn í dag. Allt frá skrifstofufólki til atvinnumanna í íþróttum, ungir sem aldnir, stunda reglubundna styrktarþjálfun til að halda sér í formi eins og sagt er.
Íþróttameiðsl má skipta í 2 flokka. Fyrsti flokkur, sem er sjaldgæfari eru þau meiðsl þar sem of mikið álag er yfir stuttan tíma, dæmi um það er of þung lyfta í bekkpressu og vöðvi rifnar við átökin. Annar flokkurinn, sem er mun algengari eru álagsmeiðsl þar sem rangt álag til lengri tíma veldur álagseinkennum á liðamótum, liðböndum, sinum og vöðvum. Algengar ástæður fyrir íþróttameiðslum er að viðkomandi æfir með of mikilli ákefð og of oft (með öðrum orðum ofálag), skortur á viðeigandi upphitun og niðurkælingu eftir æfingar, rangur skóbúnaður og síðast röng líkamsstaða við ástundun.
Einnig getur stirðleiki haft áhrif á getu manna til að ástunda íþróttir og getur valdið meiðslum ef viðkomandi tekur ekki mið af skertri hreyfigetu sinni. Dæmi um þetta er kylfingur sem nær ekki fullum snúningi í golfsveiflunni vegna stirðleika í hryggsúlu og ofnotar axlir þess í stað.
Ungir íþróttamenn eru í aukinni hættu þar sem líkami þeirra er að þroskast og stækka og álagið sem sett er á ungt íþróttafólk er gjarnan of mikið miðað við getu líkamans að þola álagið.

Osteópatía getur hjálpað

Góðu fréttirnar þrátt fyrir að íþróttameiðsl eru algeng er að osteópatía getur í mörgum tilvikum hjálpað að fyrirbyggja íþróttameiðsl með því að auka hæfni líkamans að þola álag og einnig meðhöndla fyrirliggjandi íþróttameiðsl.
Með því að nota yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi líkamans og fjölbreytt meðhöndlunarúrræði geta osteópatar komið á jafnvægi í stoðkerfi þínu, aukið hreyfanleika liðamóta þinna og minnkað samgróninga og mjúkvefjastirðleika fyrir óheft hreyfisvið og aukna hreyfihæfni.
Fyrir ykkur sem viljið halda ykkur í formi, getur osteópatinn þinn haldið þér mjúkum og í jafnvægi og þannig minnkað líkur á meiðslum þegar krafan á stoðkerfi þitt fer upp sökum íþróttaiðkunar.

Mundu að:

  • Byrja rólega og byggðu þig upp, sérstaklega eftir meiðsl.
  • Hitaðu þig upp og kældu þig niður eftir hreyfingu
  • Teygðu á eftir æfingar
  • Drekktu vatn á meðan æfingu stendur
  • Æfðu reglulega og varastu að hafa álagið einhæft

Ef þú meiðir þig getur þú notað eftirfarandi ráð til að létta á sársauka. Kældu svæðið í 10 mínútur með klukkutíma millibili. Vefðu svæðið til að halda við það. Hafðu hátt undir bólgnum svæðum (t.d. liggja með hátt undir snúnum ökkla) og svo það mikilvægasta, hvíldu.