Eldri borgarar

Eftirlaunaaldurinn getur fært fólki aukinn tíma fyrir áhugamálin, ferðalög og annað sem hugurinn girnist. Þetta er tíminn til að fara að iðka þær íþróttir og áhugamál sem þú hafðir aldrei tíma til að sinna t.d. golf, garðyrkju, skíði, líkamsrækt o.fl.

Líkaminn hefur þó gengið í gegnum nokkrar breytingar. Sveigjanleiki hans og aðlögunarhæfni hefur minnkað að einhverju leiti. Hann hefur líka hugsanlega fyrri sögu um áföll eða vandamál tengd vinnustellingum, sem leiða gjarnan til álagsmeiðsla og slitbreytinga.

Blóðþrýstingur, blóðrásarvandamál, meltingartruflanir auk slitbreytinga í stoðkerfi hafa öll meiri áhrif á líðan og orku einstaklingsins með hækkandi aldri.
Afar og ömmur hjálpa oft vinnandi foreldrum með dagvistun fyrir börnin sín. Það getur verið ánægja blandin álagi fyrir suma.

Á þessu tímabili skipta lífsgæði höfuðmáli, sérstaklega ef hreyfihömlun og skert sjálfstæði gæti verið í myndinni.

Að viðhalda heilsunni

Osteópatía kemur að góðum notum í tilfellum sem þessum.

Osteópati tekur sjúkrasögu einstaklings til þess að skilja að hvaða marki áreiti úr fortíðinni getur hafa haft áhrif á líkamann. Eftir skoðun, greiningu og hreyfipróf mun osteópatinn sníða meðferð með ráðleggingum um hreyfingu og lífsstíl að þörfum einstaklingsins til að auka hreyfigetu, minnka stífleika og verki, hjálpa blóðrás og ónæmiskerfi svo einstaklingurinn geti notið hvers dags eins og best hugsast.

Meðferðin er yfirleitt þægileg og miðar að því að viðhalda heilsu um leið og minnka líkur á frekara sliti

Mundu

  • Léttar teygjur daglega til að viðhalda vefjamýkt og hreyfanleika
  • Regluleg ganga til að halda góðri blóðrás og vöðvastyrk
  • Hæfileg hvíld – til að endurnærast fyrir aðrar athafnir og verkefni dagsins
  • Notkun á þægilegu skótaui t.d. íþróttaskóm til að minnka álag á bak og hné og minnka hugsanlega bakverki þegar gengið er á hörðu undirlagi.